EFRI HÆÐIN Á GRANDA
Efri hæðin á Flatey Grandagarði er tilvalin fyrir hópa allt að 65 manns, hvort sem um er að ræða vinahitting, vinnufund, árshátíð, starfsmannapartí eða aðrar veislur.
Hvernig bóka ég fyrir hópinn?
Hópar frá 8 til 20 manns geta bókað borð á efri hæðinni í gegnum Dineout.is.
Fyrir vinnufundi, veislur eða stærri hópa má senda okkur línu á [email protected]
Hvernig er aðstaðan?
Bar í fullri stærð
Sæti fyrir allt að 40 manns
Standandi veisla fyrir allt að 65 manns
Sæti fyrir allt að 22 við eitt og sama langborðið
Tveir skjáir fyrir myndbönd eða kynningar
Hvaða veitingar eru í boði?
Fyrir fleiri en 12 manns bjóðum við upp á pítsuhlaðborð þar sem við reiðum fram blöndu af okkar vinsælustu pítsum og hliðarréttum eftir atvikum. Stærri hópar geta óskað eftir tilboði í valda drykki, heildarfjölda drykkja eða heila bjórkúta.
Við tökum fagnandi á móti bókunum á [email protected]. Þú getur líka fyllt út formið hér og við verðum í sambandi.
Takk fyrir áhugann á efri hæðinni. Við verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.
OPNUNARTÍMI
* Opið til 21:00 á Garðatorgi, Kringlunni og Selfossi