5. apríl 2024
Battle of the Bakers, eða barátta bakaranna heldur áfram. Fyrir þá sem ekki vita þá er um að ræða árlega keppni pítsumeistaranna á Flatey um gerð bestu pítsunnar. Pítsa mánaðarins næstu misseri verður helguð keppninni og úrslitin ráðast í haust þegar vinsælasta pítsan liggur fyrir. Nú í apríl er komið að Bryndísi Ástu sem keppir fyrir hönd Hlemms. Bryndís hefur staðið bakvið pizzaborðið á Flatey Garðatorgi undanfarin tvö ár og hefur getið sér gott orð sem eintaklega naskur áleggjaveljari. Framlag Bryndísar er svokölluð bragðsprengja, en úr tiltölulega fersku og einföldu hráefni. Pítsan er í senn fersk, spæsí, sölt og súr og útkoman er hreint út sagt mögnuð að sögn dómnefndar. Nafnið, Parmella er samsuða úr nöfnum tveggja vinsælla pítsa á matseðli Flatey sem innblástur er sóttur til, Parma og Monella. Gefum Bryndísi orðið: „Botninn er svona Monella botn: tómatsósa, mozzarella, parmesan, oregano og smá chili flögur, svo bætti ég líka við ferskum hvítlauk. Svo fer klettasalat ofan á eftir ofninn og meiri parmesan ostur. Og svo til að gera hana smá sumarlega bætti ég ferskri sítrónusneið ofan á. Pítsan mín er að fara að vinna keppnina vegna þess að hún er fersk og höfðar til allra, hún er einfaldlega frábær!“ - PARMELLA 🌱🌶️ Klettasalat, parmesan, hvítlaukur, oregano og chili-flögur á Margheritu-grunni. Borið fram með sítrónusneið 🍋 - Sjáumst á Flatey!