Þessi tími árs, vorið, helgast af endurkomu hinnar árlegu keppni pítsumeistaranna á Flatey, Battle of the Bakers, eða baráttu bakaranna á íslenskri tungu.
Það verður hart barist í ár. Undanfarna mánuði hefur átt sér stað æsispennandi undankeppni innanhúss sem fór svo að þau Benni, Lukasz, Bryndís, Emilía, Anton og Mirko munu leggja fram sköpunarverk sín í formi pítsu mánaðarins á Flatey næstu sex mánuði.
Úrslitin munu þannig ráðast í lok sumars, og pítsan sem fær bestar viðtökur frá gestum eins og þér mun bera sigur úr bítum. Og skaparinn að sjálfsögðu skapa sér ódauðlegan sess í pítsusögu þjóðarinnar. Hver veit svo nema pítsan endi svo á matseðlum framtíðar, annað eins hefur jú skeð.
Í marsmánuði teflir hinn ungi og efnilegi Benni fram kraftmikilli kjötveislu og teygir þar með verulega þolmörkum einfaldleikans sem einkennir Flatey-pítsurnar og Napolí pítsugerð yfir höfuð. En um leið má sjá það sköpunarsvigrúm og traust sem keppendur mega þiggja frá mótsnefnd, enda pítsurnar í Battle of the Bakers síst hugsaðar til að gera meira af því sama.
Benni keppir fyrir hönd Hlemms hvar hann hefur staðið bakvið pizzaborðið undanfarin misseri. Við hvetjum kjötþenkjandi pítsuunnendur eindregið að mæta á staðinn og hvetja sinn mann til dáða!
***
-> Pepperoni
-> Nduja kryddpylsa
-> Beikon
-> Piparostur
... á Margeritu grunni
3190,-
***
Sjáumst á Flatey!
OPNUNARTÍMI
* Opið til 21:00 á Garðatorgi, Kringlunni og Selfossi