Það er ekkert launungarmál að Margherita er okkar eftirlætis pítsa. Bragðmikið deig, fior di latte mozzarella, San Marzano tómatsósa, ólífuolía og fersk basilíka mynda heilagt jafnvægi sem enginn ætti að dirfast að hrófla við.
Pizza mánaðarins í október ber vott af þessu sérkennilega áhugamáli okkar. Hér hefur hinni (næstum) fullkomnu pítsu verið lyft á ennþá æðra plan.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum það á Flatey, en að þessu sinni er um að ræða metnaðarfyllstu útgáfuna að okkar mati. Einskonar Margherita Extra, Extra.
Að loknum bakstri hefðbundinnar Margheritu-pizzu setjum við fyrst á pítsuna gómsætan burrata ost úr Skagafirði, þá glás af ferskri basilíku áður en við stráum yfir Feyki 24+ sem sumir vilja kalla hinn íslenska parmesan ost.
Feykir 24+ er bragðmikill ostur sem hefur fengið að þroskast í 24 mánuði eða lengur - allt í senn stökkur, saltur og sætur.
Fyrir alvöru Margheitu-unnendur er hér skyldusmakk á ferð. Fyrir alla hina er hér einstakt tækifæri til að upplifa fegurðina í einfaldleikanum í eitt skipti fyrir öll.
-> San Marzano tómatar
-> Mozzarella
-> Ólífuolía
-> Burrata úr Skagafirði
-> Feykir 24+ ostur
-> Glás af ferskri basilíku
Þú finnur hana á öllum Flatey stöðum - og hér á vefnum okkar til að sækja. Njóttu!
OPNUNARTÍMI
* Opið til 21:00 á Garðatorgi, Kringlunni og Selfossi