Battle of the Bakers, eða barátta bakaranna heldur áfram, en um er að ræða árlega æsispennandi keppni pítsumeistaranna á Flatey um gerð bestu pítsunnar.
Það verður hart barist í ár. Í byrjun árs átti sér stað æsispennandi undankeppni innanhúss sem fór svo að þau Benni, Lukasz, Bryndís, Emilía, Anton og Mirko leggja fram sköpunarverk sín í keppnina.
Úrslitin munu ráðast í lok sumars, og pítsan sem fær bestar viðtökur frá gestum eins og þér mun bera sigur úr bítum. Og skaparinn að sjálfsögðu skapa sér ódauðlegan sess í pítsusögu þjóðarinnar. Hver veit svo nema pítsan endi svo á matseðlum framtíðar.
Nú í júní er komið að reynsluboltanum Antoni sem keppir fyrir hönd Granda. Anton, eða Tony, er reynslubolti í pítsugerð en hann hefur staðið vaktina á Flatey Grandagarði með stolti undanfarin misseri.
Pítsuna kýs okkar maður að kalla Sfiziosa Pizza og spreytir sig um leið á ítölskunni, en íslenska nafn pítsunnar væri einfaldlega ljúffeng pizza. Við erum að tala um töfrandi blöndu af sterku salami, gráðaosti, valhnetum og hinu fræga Hot Honey sem svo margir dýrka og dá.
-
SFIZIOSA PIZZA 🍯🌶️
Salami Piccante
Gráðaostur
Valhnetur
Hot Honey
Basilíka
-
Sjáumst á Flatey!
OPNUNARTÍMI
* Opið til 21:00 á Garðatorgi, Kringlunni og Selfossi